
Hjördís Berglind Zebits leiðir zumba-dans fyrir alla fjölskylduna
Um þennan viðburð
Tími
13:00 - 13:45
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fyrir öll
Börn
Ungmenni
Zumba á svölunum
Sunnudagur 14. maí 2023
Zumba undir berum himni, hvað getur verið meira hressandi á góðum sunnudegi?
Á Borgarbókasafninu Árbæ eru stórar svalir og þar ætlar Hjördís Berglind Zebits að leiða zumba-dans við dúndrandi tónlist.
Í Zumba sláum við saman skemmtun og heilsurækt. Þeim sem finnst gaman að dansa geta dansað sig til betri heilsu við hressa tónlist og jákvæða stemningu.
Hjördís Berglind er zumba kennari og ÍAK einkaþjálfari og hefur áralanga reynslu á því sviðið.
Verið öll velkomin, bæði börn og fullorðin.
Ps. Ef alls ekki viðrar fyrir dansinn á svölunum þá verðum við inni.
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255