Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Tungumál
Íslenska
Börn
Föndur

Sumarsmiðja | Svakalega sögusmiðjan - teiknismiðja með Blævi

Mánudagur 11. ágúst 2025 - Miðvikudagur 13. ágúst 2025

Hvað er undir og yfir jörðinni? Sköpum allskyns draumaheima undir og yfir yfirborðinu. Litlar lífverur og persónur leynast svo bak við laufblöð og eiga sín heimkynni þarna. Blöðin tengjast svo og búið verður til langt listaverk á veggjum bókasafnsins. 

Blær Guðmundsdóttir er barnabóka- og myndhöfundur. Hún gaf frá sér bókina Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp - systurnar sem ætluðu ekki að giftast prinsum og hefur einnig myndlýst fjölda barnabóka, s.s. bækurnar um Stúf, Holupotvoríur, Dreddfúlíur, Orð eru ævintýri og Kærókeppnina. Hún kennir einnig börnum að skrifa sögur og teikna í Svakalegu sögusmiðjunni. 

Aldur:  börn fædd 2013, 2014, 2015 og 2016.
Tími: Smiðjan stendur yfir í þrjá daga, 11.-13. ágúst kl. 10:00-12:00.
 
Skráning hefst 29. apríl kl. 13 á sumar.vala.is

Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur barna-og unglingadeild
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270

Bækur og annað efni