
Um þennan viðburð
Sumarsmiðja | Lærðu að skrifa GEGGJAÐAR sögur
Gunnar Helgason fer yfir AÐAL atriðin í því hvernig á að skrifa GEGGJAÐAR sögur. Hann segir frá ÖLLUM leyndarmálunum sínum og hjálpar börnunum að búa til sín eigin meistaraverk.
Dagskrá smiðjunnar:
1. Gunni segir frá því hvernig hann byggir upp sínar sögur með
hjálp frá Aristótelesi, Disney og Pixar.
2. Krakkarnir skrifa sína eigin söguþræði með hjálp frá Gunna.
3. Gunni fer yfir söguþræðina og gefur krökkunum punkta um
hvernig þeir geta orðið enn betri.
4. Allir eru orðnir SNILLINGAR!!!
Aldur: börn fædd 2013, 2014, 2015 og 2016.
Tími: Smiðjan stendur yfir í þrjá daga, 18.-20. ágúst kl. 10:00-12:00.
Skráning hefst 29. apríl kl. 13 á sumar.vala.is
Hér má sjá lista yfir allar sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250