
Um þennan viðburð
Krílastundir í Grófinni
Eigum saman notalega stund með yngstu krílunum við leik, spjall og lestur.
Klukkan 11 býður starfsmaður upp á tónlistarstund þar sem við syngjum saman helstu leikskólalögin, Krummi krunkar úti, Lagið um litina, Allir krakkar og fleiri. Hver veit nema eitt og eitt af þessum gömlu góðu læðist með inn á milli; Fröken Reykjavík, Ég veit þú kemur, og önnur klassík. Það er í boði að koma með óskalög, svo lengi sem gítarleikarinn kannast við lagið verður það látið flakka!
Hér skapast gott tækifæri til að kynnast öðrum með lítil börn og skiptast á sögum um lífið og tilveruna.
Bókasafnið á mikið af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum sem tengjast uppeldi og umönnun ungbarna, sem hægt er að glugga í á safninu og korthafar geta gripið með sér heim.
Svo er auðvitað mikið úrval af krílabókum til að kveikja áhuga barnanna á bókmenntum!
Á fimmtudagmorgnum eru einnig krílastundir á sama tíma í Grófinni.
Staðsetning: Barnadeildin á 2. hæð
Allir fjölskyldumorgnar á Borgarbókasafninu
Kynnið ykkur barnadeildir Borgarbókasafnsins
Nánari upplýsingar veitir:
Barbara Guðnadóttir
barbara.gudnadottir@reykjavik.is | s. 411 6100