Feðgar að lesa

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 11:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Fræðsla
Spjall og umræður

Krílafræðsla | Efling málþroska og mikilvægi lesturs fyrir ung börn

Fimmtudagur 23. febrúar 2023

Í þessari samverustund munu Þóra Sæunn Úlfarsdóttir, Emilía Rafnsdóttir og Aleksandra Kozimala frá Miðju máls og læsis fjalla um það hvernig foreldrar geta auðgað málþroska og mikilvægi þess að lesa fyrir börnin sín. Þær munu auk þess svara spurningum og vangaveltum foreldra.

Málþroski er einn af grunnþroskaþáttum æskunnar. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að það hversu vel börn standa í málþroska í þegar skólaganga hefst hefur áhrif á færni þeirra við að læra að lesa, skilja texta og rita frásagnir. Börn hafa 2000 daga til að ná góðum tökum á málþroska frá fæðingu þar til þau byrja í skóla. Mikilvægi þess að efla málþroska barna frá fæðingu er því gríðarlegt. En hvað geta foreldrar gert?

Miðja máls og læsis er ráðgjafateymi á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á að efla málþroska (skilning og tjáningu), lestur og ritun allra barna í skólastarfi. Hlutverk MML er að vera ráðgjafandi við kennara og starfsfólk í skólastarfi.

Sjá viðburð á Facebook.

Fyrir nánari upplýsingar:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur.

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145