
Um þennan viðburð
Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
6 ára og eldri
Tungumál
Íslenska
Börn
Föndrum furðuverur - skúlptúrsmiðja fyrir börn
Laugardagur 13. september 2025
Í smiðjunni fá börn tækifæri til að búa til fígúratífa skúlptúra úr leir og vír. Verkefnið virkjar leikrænu hlið sköpunar þar sem skúlptúrarnir geta einnig nýst sem leikföng.
Smiðjuna leiðir Alda Ægisdóttir, myndlistar- og kvikmyndagerðarkona. Hún var verðlaunuð m.a. í stuttmyndakeppninni á Stockfish-kvikmyndahátíðinni tvö ár í röð.
Smiðjan hentar vel fyrir börnin 6 ára og eldri.
Viðburðurinn er ókeypis. Engin skráning, fyrstur kemur, fyrstur fær. Tvö námskeið eru í boði:
kl. 13:00 – 14:00
og kl. 14:00 – 15:00 þar sem sama smiðja er endurtekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Justyna Irena Wilczynska, sérfræðingur
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is | 411 6230