Ritsmiðja í glæpasagnaskrifum

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 14:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Glæpafár á Íslandi | Ritsmiðja - Háspenna lífshætta!

Laugardagur 14. september 2024

Langar þig að spreyta þig á glæpaskrifum? Taktu þátt í spennandi ritsmiðju!

Borgarbókasafnið efnir til ritsmiðju í glæpasagnaskrifum. Kennt er í tvö skipti í tvo tíma í senn, laugardagana 14. og 21. september milli 11 og 13. Leiðbeinandi er Sunna Dís Másdóttir

Sunna Dís Másdóttir

Á námskeiðinu verður rýnt í aðferðir til þess að byggja upp spennu í texta, persónusköpun og frásagnarhátt, og þátttakendur spreyta sig á ýmsum stílæfingum. Í lok hvorrar smiðju kíkja virtir glæpasagnahöfundar í heimsókn, spjalla um eigin skrif og sitja fyrir svörum frá nemendum. Fyrst er það hinn rómaði og margverðlaunaði höfundur Yrsa Sigurðardóttir sem leggur leið sína í Spöngina, og þá Skúli Sigurðsson, sem hlaut Blóðdropann fyrir frumraun sína, Stóra bróður, árið 2022. 

Ritsmiðjan er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár. 

Athugið að skráning er nauðsynleg í ritsmiðjuna, en höfundaspjallið er opið öllum áhugasömum. Hámarksfjöldi er 15 manns.
Vinsamlegast fyllið út skráningarformið hér að neðan.
 

DAGSKRÁ

Laugardagur 14. september

Kl. 11:00 - 13:00
Ritsmiðja í Friði, á efri hæð Borgarbókasafninu Spönginni
Þátttakendur rýna í texta og gera ýmsar stílæfingar undir leiðsögn Sunnu Dísar Másdóttur

Kl. 13:15 - 14:15
Yrsa Sigurðardóttir situr fyrir svörum og spjallar um glæpaskrif. Opinn viðburður.

Laugardagur 21. september

Kl. 11:00 - 13:00
Ritsmiðja í Friði, á efri hæð Borgarbókasafninu Spönginni
Þátttakendur rýna í texta og gera ýmsar stílæfingar undir leiðsögn Sunnu Dísar Másdóttur

Kl. 13:15 - 14:15
Skúli Sigurðsson situr fyrir svörum og fjallar um glæpaskrif. Opinn viðburður.


Nánari upplýsingar veita:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Sunna Dís Másdóttir, leiðbeinandi
sunnadis@gmail.com