Stofan | Shu Yi um þróunarferlið

Við ræddum við Shu Yi um opnun hennar Stofu þann 28. febrúar á 2. hæð á Borgarbókasafninu í Grófinni, sem hefst kl. 16:00. Kynnist þróunarferlinu hennar í viðtalinu: 

1. Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu?
Ég valdi ganginn og aðrar tilviljanakenndar staðsetningar, eins og á milli bókahillna og í nálægð við glugga.

2. Hvað ætlar þú að gera í Stofunni?
Ég mun setja upp spegla á bókasafninu og bjóða notendum að sjá sig í nýju ljósi.

3. Hvaða tilfinningu langar þig að vekja meðal notenda?
Mig langar að leyfa notendum að upplifa að verða hluti af rými og gefa innri athugun gaum.  Fyrir suma getur verið erfitt að upplifa vellíðan í almenningsrýmum. Speglainnsetningin er hönnuð með það í huga að fólk geti orðið meðvitað um sjálft sig og upplifun annarra á sama tíma.

4. Ef þú gætir breytt einhverju á bókasafninu og setja nýja reglu, hver væri hún?
Í staðinn fyrir að setja eina nýja reglu, þá myndi ég frekar vilja að bókasafnið setti upp dagskrá þar sem kannaðar eru mismunandi reglur sem hvetja fólk til að komast að því hvernig þeim geti liðið betur.  

5. Hvernig skilur þú hugmyndina um vellíðan og hvernig ætlar þú að miðla þeirri hugmynd þvert á tungumál við opnun þinnar Stofu?  
Ég á ljóslifandi minningu þar sem mér leið einstaklega vel. Ég var á ferðalagi um suðurströnd Íslands. Þegar ég fór að nálgast austurlandið, um tíu mínútna akstur frá Vík, þá var ég umkringd svörtum sandi. Sjóndeildarhringurinn breiddi úr sér í allar áttir. Það voru engin mörk, bara svartur sandur og grár himinn. Í fyrstu heyrði ég aðeins í sjávargolunni, eftir smá tíma þá hætti ég að taka eftir hljóðinu og það eina sem ég skynjaði var eigin andardráttur. Tilfinningin var einstök og kitlaði aftast í hnakkanum og þess konar vellíðan hef ég aldrei upplifað áður. Mér hefur sjaldan tekist að deila þessari upplifun og mikilvægi hennar, þessi upplifun er ástæða þess að ég ákvað að flytja til Íslands. En ég efast um að fólk skilji það fyllilega. Eftir að hafa fengið greiningu um athyglisbrest á síðasta ári, þá skil ég betur og betur slíkar upplifanir. Og síðan þá hefur opnast fyrir mér nýr heimur sem taugsegin eða skynsegin (e. neurodivergence).  Að vera skynsegin regnhlífarhugtak sem vísar til heilastarfsemi fólks sem er ekki álitin týpísk eða hefðbundin. Þau sem eru skynsegin þurfa oft a leggja sig meira fram til að geta liðið vel, þar sem heilar þeirra eru viðkvæmari fyrir ytra áreiti og krefjast meiri orku í að vinna úr áreitinu. Sjónrænt áreiti, hljóð, áferð, lykt og bragð geta valdið streitu, meðvitað og ómeðvitað. Það er sjaldan sem maður upplifir hugarró og þægindi í almenningsrýmum sem eru í líkindum við það að vera í úti í náttúrunni, en ég vona að Stofan mín bjóði fleirum að upplifa það og minna okkur á að taka eftir okkur sjálfum, líkamlega og andlega og jafnvel finna leiðir til að geta upplifað óþægindi og fagna taugamargbreytileika.  
Eins og Jenara Nerenberg segir í bók sinni Divergent Mind: Eftir því sem fólk er sáttara við að vera berskjaldað eða viðkvæmt, þeim mun betur er hægt að takast á við óþægilegar aðstæður, því þá ert þú að öllu leyti til staðar, en ekki þjökuð af efa um eigið ágæti.

Um Stofuna
Mánaðarlega er ný útgáfa af Stofunni sköpuð, sem er tímabundið rými innan bókasafnsins. Áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla óháð tungumálum. Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því.

Frekari upplýsingar um Stofuna
Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur fjölmenningar
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 14:46