Nú er hægt að fá tímarit á Rafbókasafninu
Rafbókasafnið er afar vinsælt á meðal þeirra sem njóta þess að hlusta á bækur (hljóðbækur) eða vilja lesa þær beint af skjá (rafbækur). En nú býður Rafbókasafnið ekki "bara" upp á skáldsögur, fræðibækur, ævisögur, sjálfshjálparbækur, barna- og unglingabækur, matreiðslubækur o.s.fr.v. - heldur líka upp á tímarit!
Frábært úrval
National Geographic, Hello Magazine og allt þar á milli! Þetta finnst okkur frábær viðbót og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
Rafbókasafnið er alveg ókeypis, svo lengi sem þú átt bókasafnskort á einu af aðildarsöfnum Rafbókasafnsins. Sá lista yfir aðildarsöfnin hér.
Fyrir ykkur sem eruð ekki enn byrjuð að nota Rafbókasafnið mælum við með því að sækja Libby appið í símann og láta appið leiða ykkur í gegnum skráninguna, en einnig er hægt að hlusta og lesa beint úr tölvunni á www.rafbokasafn.is
Hikið ekki við að biðja um aðstoð á söfnunum!
Leiðbeiningar og aðrar upplýsingar um Rafbókasafnið hér