Borgarbókasafnið á Hinsegin dögum 2021

Hinsegin bækur til sýnis á hillum í bílnum

Bókabíllinn Höfðingi er virkur þáttakandi í Hinsegin dögum. Bíllinn er fylltur af hinsegin bókum sem hægt er að skoða eða fá lánaðar.

Borgarbókasafnið leggur mikla áherslu á að bjóða upp á hinsegin bókakost og vill tryggja að slíkar bækur séu sýnilegar, aðgengilegar og allskonar, fyrir okkur öll, alltaf.

Bókabíllinn verður staðsettur í Tjarnargötunni dagana 3. – 6. ágúst og tekur á móti gestum og gangandi milli kl. 13 – 18 alla dagana.

Viðburður á Facebook.

 

Textinn SamSuða - Stefnumót skálda og lista í skrautlegri skrift á ljósfjóluleitum bakgrunni

Í tilefni Hinsegin daga mun rithöfundurinn Guðjón Ragnar Jónasson velja verk úr Artótekinu, skrifa hugleiðingar um hvert og eitt og saman myndar þetta tvennt sýningu sem opnar miðvikudaginn 4. ágúst kl. 17:30. Verkin eru eru eftir Hlyn Helgason, Hrafnhildi I. Sigurðardóttur, Huldu Vilhjálmsdóttur og Jón Magnússon.

SamSuða er yfirskrift sýningarraðar í Borgarbókasafninu Kringlunni. SamSuða er stefnumót skapandi einstaklinga þar sem skáld, velja verk úr Artóteki Borgarbókasafns og skrifa um þau stuttan texta. Verkin geta verið eftir einn og sama listamanninn eða blanda af verkum eftir ýmsa. Úr þessu verður hálfgerð SamSuða sem sett er upp á sýningu.

Viðburður á Facebook.

Málverk í regnbogalitunum með litlum polaroid myndum af Starínu

Dragdrottningin Starína les og skemmtir börnunum á Hinsegin dögum!

Afhverju? Því lestur er bestur!

Starína hefur síðastliðin ár glatt börn með því að lesa fyrir þau sögur með hinsegin sögupersónum sem getur verið mjög góð leið til að kynna börnum fyrir öðrum veruleika og hvetja þau til að spyrja spurninga og þannig læra að fólk er allskonar. 

Eftir lesturinn er hægt að heilsa og láta taka myndir af sér með Starínu.  #dragstund #starína #lesturerbestur

Starína á Instagram.

Starína á Facebook.

Verið öll velkomin!

Viðburður á Facebook.

Guðjón Ragnar Jónsson stendur við götu sem er máluð í regnbogalitunum

Guðjón Ragnar Jónasson, íslenskufræðingur og kennari, leiðir gesti um miðbæ Reykjavíkur og bregður upp svipmyndum úr menningarheimi sem mörgum er hulinn og rifjar upp áfanga úr baráttu fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks. Gangan hefst fyrir utan Borgarbókasafnið í Grófinni.

Þáttaka er ókeypis en við biðjum alla vinsamlegast að skrá sig hér: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/bokmenntir/kvoldganga-hin-hlidin-reykjavik-1

Viðburður á  Facebook.