Hópur ræðir saman um Student Refugees Iceland

Student Refugees Iceland | Opið samtal

Student Refugees Iceland sköpuðu huggulega stemningu á Torginu í Grófinni með jólakaffi og piparkökum, þar sem þau hittu skjólstæðinga sína, sjálfboðaliða og fleiri sem vildu kynnast starfi þeirra frekar.

Student Refugees Iceland (SRI) er verkefni sem veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð við að sækja um háskólanám hér á landi. Verkefnið er byggt á þeirri hugmynd að menntun teljist til mannréttinda og þar af leiðandi eigi allir rétt á sama aðgengi að námi. SRI reynir að veita þeim sem hyggjast sækja nám í íslenskum háskóla þær upplýsingar sem þau þurfa og aðstoða flóttafólk við að komast yfir þær hindranir sem kunna að standa í vegi þegar verið er að sækja um nám.

 

Reglulega er staðið fyrir umsóknarkaffhúsum þar sem fólk mætist og styður hvert annað. Frekari upplýsingar um verkefni má finna hér: www.studentrefugees.is

 

Við þökkum kærlega fyrir samveruna og minnum á að opin rými bókasafnsins er auðveldlega hægt að nýta sem samkomustaði til að deila þekkingu og reynslu á ótal mismunandi vegu. Okkur langar að hvetja fleiri til að nýta sér bókasafnið sem vettvang fyrir eigin hugmyndir og verkefni. Hér er hægt að sækja um samstarf.

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Hópur ræðir saman um Student Refugees Iceland Hópur ræðir saman um Student Refugees Iceland Fólk ræðir saman um Student Refugees Iceland Hópur ræðir saman um Student Refugees Iceland

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. janúar, 2023 15:54