Michael Richardt

Stofan | Listrænir ferlar í Baðstofunni

Á fyrstu hæð í Grófinni, við tölvurnar, býður Michael Richardt þér að stíga inn í listrænt ferli með penslum og bleki. Michael mun hefja sjónrænt samtal um félagslegan stuðning undir heitinu BAÐSTOFAN. Þetta er er tímabundinn staður Michael Richardt á bókasafninu og er hluti af verkefninu  Stofan | A Public Living Room.

Við fengum að spyrja Michael nokkurra spurninga um þróunina.

Hvaða stað valdið þú fyrir þína Stofu?

Ég nota oft prentarann á bókasafninu í Grófinni og hef tekið eftir að þeir sem nýta sér  oftast aðstöðuna í námunda við prentaðstöðuna séu einstaklingar sem lifa ekki auðveldu lífi. Bókasöfnin virðast hafa fengi það verkefni upp í hendurnar að veita þeim skjól. Hér er um einstaklinga að ræða í afar viðkvæmri félagslegri stöðu og þeim ætti að vera tryggður félagslegur stuðning og aðstoð frá ríkinu. Margir þeirra dvelja í gistiskýlum á nóttunni sem eru síðan lokuð yfir daginn. Eðlilega leita þeir í skjól, hlýju og öryggi í umhverfi með salernisaðstöðu. Það er ekki annað hægt í veðurfarinu á Íslandi. Þessir einstaklingar þurfa á stuðningi að halda og að staða þeirra sé viðurkennt. Þungt andrúmsloft í þessu horni í Grófinni fékk mig til að vilja búa til þennan nýja stað. Mig langar að bjóða fólki að deila rýminu með öðrum hætti og  mála með mér á stóran pappírsrenning á veggnum.

Langar þig að að bæta einhverju við safnkost bókasafnsins sem tengist Stofunni þinni?

Codex Seraphinianus  er bók sem sýnir vel hvernig efni og umbreyting rýmis getur átt sér stað og einnig bækur um list Louise Bourgeois eins og: The Fabric Works, Destruction of the Father / Reconstruction of the Father, Intimate Geometries: The Art and Life of Louise Bourgeois, Life as Art, eða Louise Bourgeois X Jenny Holzer: the Violence of Handwriting Across a Page.

-

Við hlökkum til að vinna með Michael Richardt og sjá BAÐSTOFUNA taka á sig mynd. 

BAÐSTOFAN er opin 19. – 26. September og hægt er að mála með Michael þriðjudaginn 19. september milli 16-18 og sunnudaginn 24. september milli 15-17.

Frekari upplýsingar um Stofuna | A Public Living Room
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is