
Röskun á opnunartímum og þjónustu, helgina 12. - 13. júlí
Kæru notendur Borgarbókasafnins, vegna viðhalds á bókasafnskerfum verður eftirfarandi röskun á opunartímum og þjónustu safnsins helgina 12. - 13. júlí.
- Engin Umframopnun+ verður í Borgarbókasafninu Kringlunni og Sólheimum.
- Borgarbókasafnið Úlfarsárdal verður lokað alla helgina.
- Ekki verður hægt að panta safnkost, leita að efni eða skoða notendaupplýsingar á leitir.is og borgarbokasafn.is
- Rafbókasafnið verður óaðgengilegt á meðan viðhaldi stendur.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum og þökkum skilninginn.
Hvaða söfn eru opin þessa helgi?
Borgarbókasafnið Kringlunni er opið frá 13-17 laugardaginn 12. júlí (lokað 13. júlí)
Borgarbókasafnið Grófinni er opið helgina 12. - 13. júlí, laugardag og sunnudag, frá 13:00 - 17:00
Kynnið ykkur sumaropnunartíma safnana hér.