Páskar | Opið án þjónustu í Úlfarsárdal

Kæru notendur.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njótið góðra stunda með súkkulaði og bók í hönd!

Söfnin okkar eru almennt lokuð dagana 17. - 21. apríl, en hægt er að skila bókum, njóta aðstöðunnar og nota sjálfsafgreiðsluvélarnar í Úlfarsárdal.

Úlfarsárdalur - opið án þjónustu
Skírdagur 17. apríl kl. 11-17
Föstudagurinn langi 18. apríl kl. 13-17
Laugardagurinn 19. apríl kl. 9-21
Páskadagur 20. apríl kl. 13-17
Annar í páskum 21. apríl kl. 11-17

Tilvalið að kíkja í sund í Dalslaug í leiðinni!

Við minnum á að Rafbókasafnið er alltaf opið, stútfullt af rafbókum, hljóðbókum og nýjustu tímaritunum.

Opnunartímar Borgarbókasafnsins