Kynningarfundur Stofunnar 2023

Nýir staðir - styðjandi samfélög | Kynning

Á kynningarfundi í byrjun júní miðluðum við nýrri áherslu í verkefninu Stofunni | A Public Living Room: Styðjandi umhverfi samfélaga 

Á fundinum kynntum við fyrir áhugasömum hvað samsköpunarferlið felur í sér. Í bókasafni framtíðarinnar - endurnýjuðu Grófarhúsi sjáum við fyrir okkur stað fyrir samfélög til að hittast og tengjast betur samfélaginu og opna það fleirum. En hvernig lítur sá staður út?

Við leitum að félögum og félagasamtökum sem eru tilbúin í að sýna okkur fjölbreyttar útgáfur af stöðum þar sem samfélög geta komið saman og sinnt eigin þörfum. 

Samstarfið hefst á hugarflugsfundi um hvernig hægt sé að hafa áhrif á mótun almenningsrýma, bæði hvað varðar hönnun en einnig viðurkennda hegðun. Svo þróar hver samstarfsaðili í samstarfi við verkefnastjóra bókasafnsins eigið rými í Grófinni sem nýtist ákveðnu samfélagi.  Í hverjum mánuði opnar nýr þátttakandi eða félagasamtök eigin Stofu sem er opin í viku á bókasafninu og endurhannar þannig rýmið eftir eigin þörfum og skilur sporin eftir í rýminu svo fleiri geti notið. 

Stofan er tímabundinn staður – samfélagsrými eins og bókasafnið gæti verið. Þetta er staður sem býður notendum að tengjast öðrum, finnast þau vera hluti af samfélaginu á eigin forsendum. 

Við hlökkum til að hefja samsköpunarferlið í haust.  

Fyrsta opnun nýrrar Stofu verður 19. september 2023 í Grófinni. Hægt er að fylgjast með þróuninni á verkefnasíðunni: Stofan | A Public Living Room 

Samfélagasrými í nýju Grófarhúsi

Frekari upplýsingar 

Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 22. desember, 2023 12:09