Aðgengi að almenningsrýmum | Opið samtal

Aðgengi að almenningsrýmum ákvarðast af mörgum þáttum. Bæði snúast aðgengismál um hönnun bygginga og samgönguleiðir en einnig upplýsingar um hvað bíður þín á staðnum. Hvar er gert ráð fyrir þér?

Í Grófinni fór fram opið samtal um hvað ræður því að bókasafn sé aðgengilegt rými til fjölbreyttra nota með Hlyni Þór Agnarssyni aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins, Birnu Einarsdóttur sem hefur sinnt hagsmunabaráttu fólks sem býr við fötlun í áraraðir, m.a. innan málefnahóps um aðgengi ÖBÍ, og Önnu Marjankowska, sem er virk í valdeflandi félagsstarfi jaðarsettra hópa eins og Slagtogi, félagasamtök um femíníska sjálfsvörn (FSV).

Óvissa um hvað bíði þín á nýjum stað getur hindrað aðgengi og einnig fyrirframgefnar hugmyndir eða væntingar. Upplýsingar um hvernig þú getur komist á staðinn, sama hver ferðamátinn er, skipa miklu máli. En einnig að vita að þegar þú ert komin á staðinn, þá sé leið fyrir þig til að finna það sem þú ert að leita að. Ef þessar upplýsingar eru ekki fyrir hendi og ekki er gert ráð fyrir að þú þurfir að nálgast þær, þá er það hindun. Það er aðgengismál að vita að gert sé ráð fyrir þér, hvort sem þú ert ófatlaður eða nýtir stuðning eða sérstök tæki til að komast í rými og athafna þig innan þess. 

Við þökkum kærlega fyrir samtalið og þær mikilværu ábendingar sem komu fram.
Ef þú ert með málefni sem tengist réttindum, aðgengi og þátttöku, hafðu samband. Við erum opið fyrir nýjum hugmyndum.

Opið samtal, hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu. Dagskráin í heild.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 15:05