Sýning | Vestur í bláinn
Vestur í bláinn er fjölþætt listaverkefni undir listrænni stjórn Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender þar sem raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi er gefið rými. Við erum ánægð með að Borgarbókasafnið í Gerðubergi var eitt af tíu almenningsrýmum sem urðu fyrir valinu sem vettvangur sýningarinnar.
Vestur í bláinn býður upp á næma og ljóðræna nálgun um það ókunnuga. Hin pólitíska vídd á stöðu innflytjenda og flóttafólks er sett í ljóðrænt samhengi. Gestir er hvattir til hlustunar og upplifunar á sögum, aðstæðum, tilfinningum og bakgrunni fólks í ljósi húmanisma og með samkennd að leiðarljósi.
Spjall við ÚaVon, Hugo Llanes, Báru Bjarnadóttur and Evu Bjarnadóttur um verk þeirra á sýningunni ásamt sýningarstjóranum Claire Paugam fer fram í Grófinni fimmtudaginn 17. september. Nánari upplýsingar um spjallið má finna hér.
Listakvennaspjall í Gerðubergi
Ewa Marcinek og Claire Paugam spjölluðu við áhugasama notendur í Gerðubergi sunnudaginn 13. september um tilurð verksins Second skin og merkingu þess í samhengi við stöðu innflytjenda á Íslandi. Verkið er vinnugalli gerður úr gulum plasthönskum með saumum, sem notaðir eru til að loka sárum og vernda líkamann frá hörðum, særandi eða einfaldlega óþægilegum raunveruleika í nýju landi. Innblástur verksins er sóttur í viðfangsefni Wiolu Ujazdowska um heim erlendra verkakvenna á Íslandi.
Um verkefnið Vestur í bláinn
Julius Pollux byrjaði Vestur í bláinn sem tilraunakennt tónlistarverkefni sem tengir saman raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi og sína eigin upplifun af viðfangsefninu í gegnum tónlistina sína.
Claire Paugam og Julius Pollux gengu síðan til samstarfs til að víkka verkefnið út, gera listasýningu úr því. Vestur í bláinn býður upp á pláss fyrir raddir, mismunandi tungumál og sögur af fólki með mismunandi bakgrunn, fyrir þau sem fá varla áheyrn, hvorki í listaheiminum né hjá almenningi.
Frekari upplýsingar um listaverk samsýningarinnar og staðsetningu þeirra má finna á vefsíðu Vestur í bláinn.
Sýninging stendur til loka september 2020.