Bríet bókaormur.

Sumarlestur | Spennandi leikur fyrir krakka

Valgeir Jakkson og Bríet bókaormur fara á stúfana í glænýjum þætti af Brakandi bókafréttum. Hressir krakkar eru teknir tali og lesENDUR mæta til leiks. Auk þess leiða Valgeir og Bríet áhorfendur í allan sannleikann um Sumarlestur Borgarbókasafnsins, en á hverju ári hvetur Borgarbókasafnið börn út um alla borg til að lesa. Samhliða því er boðið upp á skemmtilegan leik á söfnunum, þar sem börn geta unnið til verðlauna fyrir lesturinn. Verða nokkrir heppnir lesENDUR dregnir úr sumarpottinum á sérstakri uppskeruhátíð.

 

Nánari upplýsingar um Sumarleikinn veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is 

Skrár:
Fyrir kennara: þátttökumiðar sumarlestursins 2022(pdf)

 

.