Inclusive Public Spaces | Bókalisti
Fyrir hálfu ári síðan hóf Borgarbókasafnið tilraun undir nafninu Inclusice Public Spaces þar sem hópur listafólks, rithöfunda og aðgerðasinna voru fengin til að skoða hvað felst í því að opna almenningsrými fyrir frásögnum, sem allar tengjast því að upplifa sig sem hluti af samfélagi og hvernig áhrif litarháttur og uppruni hafa á það.
Listafólkið tjáði skoðanir og upplifanir í gegnum hugarflugsfundi, hlaðvarp, skrif, gjörninga og myndlist. Nýverið gáfum við út kver á ensku sem fjallar um menningarfrásagnir, kerfisbundinn rasisma, valdastrúktúr, forréttindi og menningarstofnanir með efni frá Önnu Wojtyńska, Chanel Björk Sturludóttur, Daríu Sól Andrews, Elías Knörr, Ewu Marcinek, Helen Cova, Melanie Ubaldo, Nermine El Ansari og Wiolu Ujazdowska. Við mælum með að glugga í Inclusive Public Spaces hér.
Hluti af samstarfinu var að auðga bókakost safnsins af lesefni sem tengist þeirri mikilvægu umræðu í samfélaginu sem varðar kerfisbundinn rasisma og forréttindi. Settur var saman bókalistinn Raddir á Rafbókasafninu með sögum af sjálfsmyndun og marglitum samfélögum. Einnig voru eftirfarandi bækur keyptar inn og prýða nú hillur safnsins.
Við vonum að listinn hvetji notendur safnsins til að kynna sér þetta brýna málefni frekar.