Bókagjöf frá Félagi úkraínumanna á Íslandi

Félag úkraínumanna á Íslandi með Lyubomyra Petruk og Anzhela Svarychevska í fararbroddi, kom færandi hendi á dögunum og afhenti safninu að gjöf bækur á úkraínsku og bækur um Úkraínu.

Við erum stöðugt að bæta við bókakost okkar á öllum tungumálum og vorum því einstaklega ánægð að fá þessar bækur í safnið. Bókagjöfin inniheldur barnabækur, skáldsögur, fræðibækur og margt fleira. 

Hér má sjá yfirlit yfir bækur sem eru aðgengilegar á bókasafninu á úkraínskri tungu. Einnig er ágætis úrval á Rafbókasafninu og auðvitað eru margir titlar fáanlegir á Borgarbókasafninu um bækur sem tengjast Úkraínu á einn eða annan hátt - sjá úrval hér fyrir neðan. 

Í leiðinni er tilvalið að benda notendum okkar á þennan hlekk sem veitir aðgengi að 70 fallega myndskreyttum ókeypis barnabókum á úkraínsku í stafrænu formi.

Við minnum á að alltaf er hægt að senda inn innkaupatillögu að bókum. Við reynum ávalt að bregðast hratt við og panta inn bækur sem notendur okkar kalla eftir.

Materials