Kærleiksorðræða | Að búa til orðabók frá grunni
Bókbindarinn Anna Zelinková hefur verið meðlimur verkefnisins Kærleiksorðræða frá upphafi. Hún mun deila með okkur ferli bókbindarans, allt frá hugmynd til framkvæmdar, þegar orðabókin verður afhjúpuð, laugardaginn 16. nóvember í Grófinni. Öll eru velkomin að taka þátt í hátíðahöldunum!
Anna hóf ferlið með því að skipuleggja orðaforðann og velja bókbandsaðferð. Þar sem verkefnið fól í sér samstarf margra einstaklinga yfir langt tímabil, hannaði hún snið til að safna orðunum saman, til að einfalda uppsetningarvinnu eftir á. Fólk fékk útprentað snið til fylla út og bæta orði við orðabókina. Sú aðferð var notendavæn í vinnusmiðjum og einnig auðvelt að taka hana saman í lokaútgáfu bókarinnar. Fyrir bókbandið valdi Anna skrúfur sem hún huldi síðan til að skapa hreint og fágað útlit. Hún vildi einnig bæta við áþreifanlegum þætti á kápuna, eitthvað sem myndi laða að. Eftir nokkrar tilraunir varð niðurstaðan hönnun sem minnir dálítið á púða, í lögum til að koma í veg fyrir aflögun. Innblásturinn var fenginn frá íslenska fánanum.
„Frá upphafi vissi ég að mig langaði að skapa eitthvað áþreifanlegt—eitthvað sem myndi hvetja áhorfandann til að snerta hjartað áður en bókin væri opnuð, sem tákn um tengingu, eins og að snerta annað hjarta. Eftir nokkrar tilraunir ákvað ég að nota þessa púðakenndu hönnun,“ segir Anna Zelinková.