Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Spjall og umræður

Leshringur | Rökkurbýsnir

Fimmtudagur 17. október 2024

VIð hittumst og ræðum Rökkurbýsnir eftir Sjón. Sagan gerist á Íslandi á 17. öld og segir frá rithöfundinum og myndasmiðnum Jónasi lærða Pálmasyni sem er dæmdur fyrir útbreiðslu galdra og sendur í útlegð í Gullbjarnarey. Sjón hefur sína einstöku nálgun á sögulegu skáldsöguna og sækir innblástur í líf Jóns lærða, alþýðumanns sem málaði, skrifaði og kvað niður drauga alveg eins og söguhetja bókarinnar.

Hér má finna umfjöllun Bókmenntavefsins um Rökkurbýsnir.

Leshringurinn Sólkringlan hittist þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí. Til að skrá þig á póstlista hafið samband við umsjónarmann, sjá að neðan.

Dagskrá fyrir haustið 2024 má finna hér.

 

Umsjón og skráning:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Bækur og annað efni