Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 afhent í Höfða
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 24. apríl s.l.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti verðlaunin ásamt Sunnu D. Jensdóttur, formanni dómnefndar og Önnu C. Leplar dómnefndarfulltrúa.
Sjá HÉR rökstuðning dómefndar.
Verðlaunin hlutu:
Hildur Knútsdóttir í flokki frumsaminna verka fyrir bókina Hrím
Rán Flygenring í flokki myndlýsinga fyrir bókina Álfar
Ásta Halldóra Ólafsdóttir í flokki þýðinga fyrir bókina Tannburstunardagurinn mikli
Við hvetjum lesendur okkar að kynna sér verðlaunabækurnar og einnig hinar sem tilnefndar voru til verðlaunanna að þessu sinni.
Sjá HÉR lista yfir allar bækurnar sem að sjálfsögðu eru til útláns á Borgarbókasafninu.
Materials