100 ára afmæli Borgarbókasafnsins

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

100 ára afmæli | Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Sunnudagur 16. apríl 2023

Heimsókn Forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessonar á Borgarbókasafnið Úlfarsárdal þann 16. apríl 2023 í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins. Öll hjartanlega velkomin að fagna deginum með okkur.

Kl. 13:00            
Móttaka í anddyri: Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, starfsfólk Borgarbókasafnsins og íbúar hverfisins taka á móti forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni. Borgarstjóri flytur ávarp. 

Kl. 13:00-16:00
Smiðjan: Opin föndursmiðja
Í Smiðjunni er ýmislegt til föndurgerðar. Boðið verður upp á skemmtilegt pappírsbrot (origami) m.a. bókamerki, kassar, bátar og dýr. Einnig verða afskrifaðar bækur notaðar sem efniviður í föndur. Skapandi og notaleg samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 13:00-16:00
Skemman: Opið hús
Í Skemmunni eru leikjatölvur, skanni til að hreinsa gamlar ljósmyndir, teiknispjaldtölva og MIDI-hljómborð. Einnig þrífótur fyrir snjallsíma og grænn bakgrunnur sem hentar t.d. til örmyndbandagerðar.

Kl. 13:10
Sögustund á safninu: Forsetinn les fyrir börnin
Sögustundir í barnadeildinni eru mjög vinsælar og fastur liður í viðburðardagskrá bókasafnsins. Forsetinn les stutta sögu fyrir börnin.

Kl. 13:00-16:00
Innilaug Dalslaugar: Barnasögur og tónlist
Barnasögur og tónlist hljóma úr hátalara sem er undir vatnsyfirborðinu. Flothettur í boði.

Kl. 13:00-16:00
Hljóðverið: Opið hús
Í Úlfarsárdal býðst notendum að bóka fullbúið hljóðver til upptöku eða æfinga. Hljómsveit sem nýtir sér aðstöðuna mikið verður við æfingar og leikur fyrir Forsetann og aðra gesti.

Kl. 13:30
100 mínútur: Upplestur
Í tilefni 100 ára afmælis Borgarbókasafnsins ætla grunnskólabörn úr hverfinu að lesa upp í samfleytt 100 mínútur fyrir gesti og gangandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur upplesturinn og flytur fyrsta ljóðið. 

Kl. 13:40
Miðgarður: Tónlistar- og ljóðadagskrá
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flytur ávarp. Tónlistaratriði með ljóðaupplestri þar sem Brynja Hjálmsdóttir skáld fer með ljóð og Davíð Berndsen tónskáld leikur á nýjan flygil hússins.

Að lokum slítur Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður Reykjavíkur formlegri dagskrá.

Kl. 14:00 - 16:00 
Afmæliskaffi

Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is | 411 6270