Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Aldur
8 ára og eldri, yngri í fylgd fullorðinna
Tungumál
íslenska og enska
Börn
Föndur
Ungmenni

Tilbúningur | Armbandagerð

Fimmtudagur 8. janúar 2026

Byrjum nýja árið með því að föndra saman!

Kíktu við og taktu þátt í skemmtilegri skapandi smiðju á bókasafninu. Við ætlum að búa til armbönd úr perlum. Stafaperlur, litríkar kúluperlur og fallegar skrautperlur verða í boði. Leyfðu listsköpuninni að flæða og búðu til armband fyrir þig eða vin. 

Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.

Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn.

Tilbúningur hentar skapandi fólk á öllum aldri. Börn yngri en 8 ára komi í fylgd með forráðamanni.

Kostar ekkert og engin skráning.

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir,

Tinna Birna Björnsdóttir | Viðburðir
tinna.birna.bjornsdottir@reykjavik.is | 4116270