
Um þennan viðburð
Dægurflugur í hádeginu I Þegar líða fer að jólum
Borgarbókasafnið Gerðubergi
Föstudaginn 19. desember kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Spönginni
Laugardaginn 20. desember kl. 13:15-14:00
Á jólatónleikum Dægurflugna verða flutt hátíðleg jólalög, ný og gömul og eitthvað við allra hæfi.
Fram koma Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Leifur Gunnarsson á kontrabassa, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Scott McLemore slagverksleikari.
Í lok tónleikanna gefst gestum tækifæri til að syngja jólasálma með hljómsveitinni.
Dægurflugur í hádeginu er tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Þar kemur fram margt af okkar helsta tónlistarfólki og á tónleikunum gefst Reykvíkingum tækifæri til að koma saman, hitta félaga, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika.
Nánar um Ingibjörgu: https://www.instagram.com/ingibjorgfrida/
Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Leifur Gunnarsson.
Frítt er inn á tónleikana og eru öll hjartanlega velkomin.
Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | 411 6106
Leifur Gunnarsson, tónlistarmaður
leifurgunnarsson@gmail.com