
Um þennan viðburð
Spretti vinnustofa | Að búa til fræpappír
Listakonan Ingiríður Halldórsdóttir mun halda upp spretti vinnustofu (pop up) á bókasafninu og býður öllum sem vilja að koma við, heilsa upp á hana, búa til fræpappír með henni eða bara setjast niður, fá sér kaffibolla og spjalla við hana á meðan hún föndrar fræpappír. . Allir aldurshópar og tungumál velkomin og engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Hvort sem þú vilt búa til skemmtileg jólafrækort, búa til einstaka ræktanlega jólagjöf eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, þá er þessi vinnustofa fyrir þig!
Þessi viðburður er hluti af undirbúningi okkar fyrir Framtíðarfestivalið sem fer fram í Grófinni í Borgarbókasafninu í Reykjavík í mars 2026.
Ingiríður hefur haldið fjölda vinnustofa í bókasafninu í haust, svo ef þú hefur áhuga á að taka þátt í fleiri verkefnum með henni, þá verður hún með
kærleiksbréfasmiðju sunnudaginn 14. desember kl. 14:00-16:00 á bókasafninu Grófinni.
Nánari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel
Verkefnastjóri – Aðgengi og samfélagsleg þátttaka
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is