
Kennslukonur í Húnavatnssýslum
LÆSI Á STÖÐU OG BARÁTTU KVENNA | Samstarfsverkefni almenningsbókasafna um land allt í tilefni Kvennaárs 2025
Bókasafnasjóður veitti styrk til verkefnisins.
__________________________________________________________
Þriðjudaginn 21. október 2025 héldu Katharina Schneider, sagnfræðingur og forstöðumaður Héraðsbókasafns A-Hún og Maríanna Þorgrímsdóttir umsjónarmaður Ljósmyndasafnsins á Skjalasafni A-Hún fyrirlestur um ,,Kennslukonur í Húnavatnssýslum: frá Húsmæðraskólanum á Ytri - Ey til Kvennaskólans á Blönduósi". Sýndar voru úrval af ljósmyndum og æviágrip 15 kvenna sem höfðu mikilvægt hlutverk í samfélaginu í tengslum við kennslu, bókmenntir og kvennaréttindi:
- Sigríður Þórdís Björg Lúðvíksdóttir Schou (1858 - 1924): ,,Fyrsti kennslukonan í Kvennaskóla Húnvetninga”
- Elín Rannveig Briem Jónsson (1856-1937): ,,Kvennafræðarinn”
- Anna Þórdís Eggertsdóttir Eldon frá Kleifum (1858–1936): ,,Treystu guði og treystu þér takmarkalaust sjálfri”
- Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal (1858 - 1928): ,,Ágætur kennari og einkar vinsæl”
- Þuríður Lange Jakobsdóttir (1872 - 1961) ,,Sérfræðingur í karlmannafatasaum”
- Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) ,,Brautryðjendur er varða mennt og menningu kvenna og eflingu heimilisiðnaðar”
- Björg Karítas Þorláksdóttir (1874 -1934) ,,Fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi”
- Sigurrós Þórðardóttir (1876 - 1920): ,,Hún barðist til menntunar við fátækt og erfiðleika”
- Ingibjörg Benediktsdóttir (1885 - 1953): ,,Bókmenntir, þjóðmál og réttindamál voru henni áhugaefni alla tíð.”
- Kristín M. Jónsdóttir (1891 - 1979): ,,Skagafjörður - Vesturheimur - Sauðárkrókur - Kaupmannahöfn - Skotland - Blönduós – Reykjavík”
- Rannveig Hansdóttir Líndal frá Lækjarmóti (1883 - 1955): ,,Grænlandsfari”
- Vigdís Björnsdóttir (1896-1979): ,,Kennari í hálfa öld”
- Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989): ,,Löng ferð byrjar á litlu skrefi”
- Sólveig Kristbjörg Benediktsdóttir Sövik (1912-2010): ,,Matargerð og tónlist voru hennar náðargjafir”
- Þuríður Guðrún Sigurðardóttir Sæmundsen (1894-1967) : ,,Athafnakona”
Fyrirlestur byggðist á ljósmyndum og heimildum sem m.a. eru varðveitt á Héraðsskjalasafni A-Hún. Einnig var farið yfir nám kvenna á 19. öld og sögu Kvennaskólans Húnvetninga.
Samhliða fyrirlestrinum var haldin þemavika á bóka- og skjalasafninu 17. - 24. október þar sem ljósmyndir, bækur og minningargreinar voru til sýnis, allt undir merkjum verkefnisins ,,Læsi á stöðu og baráttu kvenna”, samstarfsverkefni almenningsbókasafna.
Húsfyllir var á viðburðinum (25 þátttakendur) og sköpuðust skemmtilegar umræður þar sem fólk deildi sögum og minningum um kennslukonurnar. Viðburðurinn heppnaðist einstaklega vel og það má segja að ævisögur kvennanna og staðreyndir hvað varðar tækifæri (eða takmarkanir) þeirra til náms kom mörgum gestum á óvart. Það sýnir líka hversu mikilvægt það er að eiga samtal um söguna út frá sjónarhorni kvenna. Við stefnum á að endurtaka viðburðinn!
Katharina Schneider, forstöðumaður