Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Vikuna 22. - 29. nóvember heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Hátíðin hefst á Borgarbókasafninu Gerðubergi með kórsöng og upplestrum höfunda úr glænýjum barnabókum og lýkur með sögustund og jólaballi á Borgarbókasafninu Spönginni. Boðið verður upp á kakó og smákökur.
DAGSKRÁ
Opnunarhátíð með sögum, söng og vinabókasmiðju
Borgarbókasafnið Gerðubergi
Laugardaginn 22. nóvember kl. 13:00 - 15:00
Fram koma: Barnakórinn Graduale Liberi og rithöfundarnir Gunnar Helgason, Embla Bachmann og Iðunn Arna Björgvinsdóttir.
Sögustund og furðufiskasmiðja með Ragnheiði Gestsdóttur
Borgarbókasafnið Árbæ
Sunnudaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 15:00
Persónusköpunarsmiðja með Bergrúnu Írisi
Borgarbókasafnið Klébergi
Mánudagur 24. nóvember kl. 16:00 - 17:00
Sögustund í Rækjuvík og smábókasmiðja með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Borgarbókasafnið Grófinni
Þriðjudagur 25. nóvember kl. 16:30 - 18:00
Sögustund og (leður) Blökusmiðja með Rán Flygenring
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 16:30 -18:00
Teiknismiðja og sögustund með Obbuló í Kósímó með Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldóri Baldurssyni
Borgarbókasafnið Sólheimum
Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 16:30 – 18:00
Hvítur föstudagur! Sögustund með bangsa, hvítt kakó og krakkajóga
Borgarbókasafnið Kringlunni
Föstudagur 28. nóvember kl. 16:30 – 18:00
Fram koma: María Shanko með skemmtilegt krakkajóga og rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Ævar Þór Benediktsson
Sögustund og jólaball
Borgarbókasafnið Spönginni
Laugardagur 29. nóvember kl. 14:00 - 16:00
Fram koma rithöfundarnir Birna Daníelsdóttir, Yrsa Þöll Gylfadóttir og Gunnar Theódór Eggertsson.
Gengið kringum jólatré og sungið við undirleik, jólasveinar koma í heimsókn og allir krakka fá pakka.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | Bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149