Dægurflugur Soffía Björg Óðinsdóttir Borgarbókasafnið
Dægurflugur með Soffíu Björgu Óðinsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Öll tungumál
Tónlist

Dægurflugur í hádeginu I Soffía syngur sveitasöngva 

Föstudagur 14. nóvember 2025

Borgarbókasafnið Gerðubergi 
Föstudaginn 14. nóvember kl. 12:15-13:00 
Borgarbókasafnið Spönginni 
Laugardaginn 15. nóvember kl. 13:15-14:00 

Dægurflugur í hádeginu verða að þessu sinni helgaðar sveitasöngvum. Soffía Björg Óðinsdóttir, sveitastúlka úr Borgarfirðinum, ber marga hatta en hún starfar sem tónlistarkona, laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngkona. Hún mun koma fram ásamt Leifi Gunnarssyni kontrabassaleikara og flytja þau þekkta slagara og lög sem höfðu mikil áhrif á Soffíu í upphafi hennar söngferils. Helstu áhrifavaldar hennar eru stórstirni á borð við, Neil Young, Leonard Cohen, Emiliana Torrini,  Sinead O’Connor og John Prine.  
 
Soffía Björg stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík, FÍH og Listaháskóla Íslands. Hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi, komið fram með eigin hljómsveitum og annarra og tekið að sér fjölbreytt verkefni, jafnt sem tónsmiður og flytjandi. Þau sem vilja kynna sér feril hennar er bent á að fylgja henni á samfélagsmiðlum: 
Facebook 
Instagram 
Bandcamp 

Dægurflugur í hádeginu er tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Þar kemur fram margt af okkar helsta tónlistarfólki og á tónleikunum gefst Reykvíkingum tækifæri til að koma saman, hitta félaga, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika. 

Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Leifur Gunnarsson.

Frítt er inn á tónleikana og eru öll hjartanlega velkomin. 

Nánari upplýsingar veita:  
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða 
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | 411 6106 
Leifur Gunnarsson, tónlistarmaður 
leifurgunnarsson@gmail.com