
Mynd af árhringjum
Um þennan viðburð
Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
5-9 ára
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Börn
Föndur
Haustfrí | Ef ég væri tré
Mánudagur 27. október 2025
Ímyndaðu þér skóg með fullt af trjám, alls konar trjám, hvernig tré eru í honum; lauftré, pálmatré eða kannski barrtré . Ef þú værir tré, hvernig tré myndir þú helst vilja vera? Vissir þú að þegar tré eru felld niður að þá er hægt að sjá hversu gömul þau eru? Í þverskurði trésins eru árhringir og fjöldi þeirra segja til um aldurs trésins.
Í þessari sögu-og föndurstund ætlum við hlusta á sögur þar sem tré eru í aðalhlutverki og eftir lesturinn fá börnin tækifæri til að teikna sína ævi í árhringjum.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100