
Um þennan viðburð
Tilbúningur | Jólakort og pakkamiðar
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Fyrsti fimmtudagur desembermánaðar verður tileinkaður jólakortaföndri á safninu en við ætlum að búa til hlýleg jólakort og snotra pakkamiða. Allt efni verður til staðar – karton, skrautpennar, gatarar og fleira. Við munum líka nýta gamlar bækur sem gefa kortunum sérstakan og hátíðlegan blæ – enda tengjast bækur og jólin órjúfanlegum böndum. Þau sem vilja geta einnig komið með eigin úrklippur eða myndir til að skreyta kortin með.
Einnig gefst tækifæri til þess að taka þátt í átaki mannréttindasamtakanna Amnesty International „Þitt nafn bjargar lífi“ þar sem bréfum með undirskriftum er safnað víðs vegar um heim til stuðnings einstaklingum og hópum sem þolað hafa mannréttindabrot.
Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.
Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn..
Tilbúningur hentar skapandi fólk á öllum aldri. Börn yngri en 8 ára komi í fylgd með forráðamanni.
Kostar ekkert og engin skráning.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6270