Lína bjargar jólunum, bókakápa

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
3 ára og eldri
Tungumál
íslenska
Börn

Sögustund | Lína bjargar jólunum

Þriðjudagur 2. desember 2025

Það eru komin jól og í litla bænum loga jólaljósin í hverjum glugga, búið er að skreyta jólatrén og pakka inn jólagjöfunum. Öll börnin eru glöð. Nei, reyndar ekki alveg öll. Í húsi einu við Þvergötu sitja þrjú döpur og einmana börn. En þegar Lína birtist óvænt breytist allt því hún veit nákvæmlega hvernig á að bjarga jólunum!

Verið velkomin í notalega sögustund á bókasafninu þar sem lesin verður góð saga uppfull af ævintýrum. Eftir lesturinn dundum við okkur aðeins, púslum, teiknum eða litum og höfum það notalegt saman.

Sögustundirnar í Borgarbókasafninu Árbæ fara fram fyrsta þriðjudag í mánuði frá september til desember.


Viðburður á Facebook


Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250