Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
öll tungumál velkomin
Fræðsla

Fríbúð | Fríbúðarkaffi #2 - Stúdíó Flétta

Miðvikudagur 8. október 2025

Má bjóða þér að kíkja í kaffi og tengjast nærsamfélaginu?

Í vetur munum við reglulega vera með heitt á könnunni í Fríbúðinni og bjóða góðum gestum í heimsókn. Stundum óformlegt spjall og stundum fræðandi fyrirlestrar. Öll velkomin og allt ókeypis.

Í þetta skiptið mun Birta Rós Brynjólfsdóttir kíkja í kaffi og kynna starf Fléttu hönnunarstofu.

Að Fléttu standa hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, þær hafa unnið saman að fjölbreyttum verkefnum þar sem endurnýting hráefna og staðbundin framleiðsla spila lykilhlutverk. Á yfirborðinu einkennast verk þeirra af leikgleði og léttleika en undir niðri krauma gagnrýnar spurningar. Þær setja sér skorður hvað varðar efnisnotkun og vinnuaðferðir í von um að móta nýjar og sjálfbærari leiðir til að hanna og umgangast hluti. Flétta hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2023 í flokkunum verk ársins og vara ársins.

Þann 15. október mun Flétta halda ókeypis smiðju þar sem þátttakendum er boðið að sökkva sér í vinnuaðferðir Fléttu.

Heimasíða Fléttu.

Viltu vita meira um Fríbúðina?

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170