
Um þennan viðburð
FULLBÓKAÐ! Sumarsmiðja | Búum til glæpasögur
Finnst þér glæpsamlega gaman að búa til sögur?
Ragnheiður Gestsdóttir leiðbeinir krökkum hvernig á að búa til krassandi glæpasögur með spennuþrunginni sögu og myndum.
Ragnheiður er glæpa- og barnabókahöfundur, myndlistarkona og kennari og hefur mikla reynslu af að vinna með börnum. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir bækur sínar.
Aldur: Börn fædd 2013, 2014, 2015 og 2016
Tími: Smiðjan stendur yfir í 5 daga, 11. - 15. ágúst frá kl. 13:00-15:00
Skráning fer fram á sumar.fristund.is
Fullbókað er í smiðjuna, enn eru nokkur laus pláss á biðlista, skráning á sumar.vala.is
Hér má sjá lista yfir allar sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins.
Ritsmiðjan er hluti af verkefninu Glæpafár á Íslandi sem er styrkt af Bókasafnasjóði.
Nánari upplýsingar veitir:
Brynhildur Lea Ragnarsdóttir, sérfræðingur
brynhildur.lea.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6101