Three folded handfans on a wood table. One is made of a book page, one has a lemon design, one has a rainbow design.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska, english
Föndur

Tilbúningur | Blævængir

Miðvikudagur 4. júní 2025

Komdu og búðu til blævængi með okkur!

Kældu þig niður í góða veðrinu með handgerðum blævæng eftir eigin höfði! Teiknaðu þinn eiginn eða notaðu eitt af sniðmátunum sem eru í boði.

Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Viðburðurinn fer fram á jarðhæð, og það er aðgengilegt salerni nokkra metra frá. Efri hæð safnsins er aðgengileg með lyftu.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6244 ✆