
Um þennan viðburð
Á mótorhjóli í Mongólíu
Hefur þú einhvern tímann heyrt talað um Mongólíu? Já? Nei? Kannski?
Heimshornaflakkarinn Chris McCormack segir frá 6 vikna mótorhjólaferð um Mongólíu; þetta heillandi land þar sem finna má fjölbreytt landslag, eyðimerkur, fjöll og vötn.
Chris heimsótti Tsaatan ættbálkinn á hestbaki en þau eru með síðustu hreindýrahirðingjum heimsins. Hann hitti líka veiðimenn sem fanga erni í Vestur-Mongólíu. Chris mun einnig deila með okkur hvernig hann komst með erfiðismunum í gegnum Gobi eyðimörkina, en sögunum fylgir hann eftir með heillandi ljósmyndum úr ferðinni.
Chris McCormack hefur ferðast um 25 lönd á síðustu 10 árum og langar með fyrirlestrum sínum að veita öðrum innblástur, leiðbeina og hvetja fólk til að „taka stökkið“ út í heim.
Sjá heimasíðu Chris McCormack.
Nánari upplýsingar veitir:
Chris McCormack, fyrirlesari
chrismccormack973@gmail.com
Rut Ragnarsdóttir, deildarstjóri
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6200