Litla bókasafnið
Litla bókasafnið heimsækir yngstu deildir leikskólanna, stútfullt af harðspjaldabókum sem henta yngstu lesendunum. Með Litla bókasafninu fá foreldrar kynningarefni um safnkost, starfsemi og þjónustu Borgarbókasafnsins og hvatningu til þess að hlúa að góðu lestraruppeldi.
Leikskólarnir munu fá boð þegar komið er að því að Litla bókasafnið komi til þeirra. Litla bókasafnið verður í mánuð í senn í hverjum leikskóla og mun svo koma aftur að ári og heimsækja næstu kynslóð nýrra leikskólabarna.
Verkefnið Litla bókasafnið hlaut styrk úr Bókasafnasjóði. Önnur bókasöfn er frjálst að nýta sér verkefnið og fá leyfi til að nota teikningarnar til að smíða sitt eigið Litla bókasafn.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146