Ewa Marcinek (Mynd: Owen Fiene/Listahátíð í Reykjavík)

Information about the event

Time
15:00 - 17:00
Price
Free
Target
Young people
Young people

Sögur af mér, okkur og þeim | Ritsmiðja fyrir 13-16 ára

Thursday January 28th 2021

Skráning er á þennan viðburð og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. 

Sjá nánar hér.

Sjá skráningarform neðst á síðunni.

Staðsetning smiðjunnar: OKið, efri hæð
Hámarksfjöldi þátttakenda: 15

 

Hvaða sögur eru sagðar af okkur? Hvaða sögur segja aðrir af mér? Er ég þessi manneskja?

Ef Netflix myndi búa til kvikmynd um mig, væri það gamanmynd, hryllingsmynd eða ástardrama?


Taktu þátt í skapandi ritsmiðju Ewu Marcinek um sögur sem skilgreina hver við erum.
Vinnustofan er fjöltyngd, þú getur skrifað á því tungumáli sem þig langar!
Ewa talar ensku, pólsku og er með grunnþekkingu í íslensku.

Ewa Marcinek er rithöfundur; orð og sögur eiga hug hennar allan. Hún er einn af stofnendum Ós Pressunnar og hefur einnig skrifað fyrir leikhús og sett upp leiksýningar með Reykjavík Ensemble. Ewa hefur þróar skapandi ritsmiðjur fyrir hina ýmsu hópa og verður nú í OKinu í Gerðubergi með smiðju fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára.
Frekari upplýsingar um Ewu má finna á vefsíðu hennar.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook.
 

Frekari upplýsingar um smiðjuna veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | s. 411 6170

Ewa Marcinek
ewamarcinek@gmail.com | s. 615 1222