Information about the event

Time
11:30 - 13:30
Price
Free
Language
Kennararnir tala ýmis tungumál
Language

Föndrum og spjöllum á íslensku

Saturday October 12th 2024

Komdu og æfðu þig að tala íslensku í notalegu og afslöppuðu umhverfi og hittu fleiri sem eru líka að læra. Öll velkomin - líka byrjendur! 

Þátttaka er ókeypis og engin skráning, bara mæta!

Finnst þér gott að dunda við eitthvað á meðan þú spjallar? Gengur þér betur að læra þegar þú vinnur að einhverju í höndunum, til dæmis föndrar eitthvað fínt? Við föndrum, fáum okkur kaffi/te og spjöllum.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir byrjendur í íslensku en er opinn öllum. 

Við verðum einnig með fjölbreytt safn borðspila fyrir öll getustig, líka byrjendur, ef einhver vilja nota spil til að æfa sig að tala íslensku.

Föndrum og spjöllum er hluti af viðburðaröðinni Spjöllum með hreim (Let's chat with an accent), þar sem boðið er upp á fjórar skemmtilegar og ólíkar leiðir til að æfa sig að tala íslensku undir handleiðslu reyndra kennara.

Hér getur þú lesið meira um Spjöllum með hreim og séð alla dagskrána. 

Viðburður á facebook

Fyrir nánari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is