Information about the event
Sýning | H2O - Litir vatnsins
Vatnið er viðfangsefni Guðrúnar Önnu Matthíasdóttur í ljósmyndun um þessar mundir. Hún er heilluð af litadýrðinni og formunum sem þar leynast, sé vel að gáð, virðir fyrir sér dropa, rennandi vatn, lækjarstrauma, alls konar speglanir og litbrigði, enda er titill sýningarinnar H2O (vatn) - litir vatnsins.
Guðrún notast við macro-linsu þegar hún tekur myndirnar, þannig fær hún meiri nálægð og nýja og oft nýstárlega sýn á vatnið. Markmiðið er að koma á óvart og sýna vatnið á nýjan hátt, stundum þannig að ekki er alltaf augljóst hvert myndefnið er, eða hvað það er sem speglast í vatninu.
Guðrún tók grunnnám í myndlist á sínum tíma en valdi sér svo önnur viðfangsefni, sem veittu henni tækifæri til að ferðast og búa erlendis. "Að kynnast ólíkum menningarheimum og framandi landslagi hefur verið mjög auðgandi og örvandi fyrir sköpun sem hefur alltaf verið hluti af lífi mínu, ég er alltaf með myndavélina við hendina" segir hún. Hún hefur sótt ýmis ljósmynda- og myndlistarnámskeið gegnum tíðina, en eftir að hún flutti til Frakklands fyrir fimmtán árum hefur hún helgað sig alfarið listsköpun: málun, skrifum og ljósmyndun. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og gefið út tvær barnabækur. Sýningin H2O - litir vatnsins hefur tvisvar sinnum verið sett upp á Korsíku.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 11. janúar kl. 14.
Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Anna Matthíasdóttir, myndlistarkona
g.matthiasd@gmail.com | 883 5080
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230