Information about the event
Úr deigi íslenskrar tungu
Hallgrímur Helgason opnar nýja orðabók Kærleiksorðræðunnar með ótal nýyrðum á degi íslenskrar tungu á Borgarbókasafninu.
Íslenskan er mál okkar allra rétt eins og baráttan gegn hatursorðræðu og fyrir meiri kærleik í samskiptum. Á viðburðinum tekur máls tekur glæsilegur hópur rithöfunda og aktívista sem kynna eigin nýyrði og uppáhaldshýryrði:
Helen Cova
Jóhann Kristían Jóhannsson
Karólína Rós Ólafsdóttir
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Natasha S.
Reyn Alpha Magnúsar
Kærleiksorðræða er verkfæri til að þróa opnara málsamfélag og virðingarfyllri samskipti. Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karolina Daniel, verkefnastjórar Kærleiksorðræðunnar á Borgarbókasafninu, segja stuttlega frá verkefninu. Anna Zelinková, bókbindari, lýsir ferlinu við að búa til handgerða orðabók frá grunni
Eftir lesturinn verður opinn hljóðnemi (open mic) þar sem öllum er velkomið að leggja til ný orð. Og að sjálfsögðu snarl, drykkir og spjall.
Öll velkomin, þátttaka ókeypis.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is