Garn af ýmsum gerðum
Framhaldslíf fyrir garn

Information about the event

Time
13:00 - 15:30
Price
Free
Target
Everyone
Language
-
Markets

Garnskiptimarkaður

Sunday October 6th 2024

Áttu fulla körfu heima af garni sem þú hefur ekki not fyrir? Vantar þig smávegis af garni í flík eða annað sem þú ert að prjóna eða hekla?

Hannyrðafólk kannast eflaust við að hafa keypt of mikið af garni nú eða aðeins of lítið. Með því að láta garnið ganga áfram til þeirra sem hafa not fyrir það minnkum við sóun sem og að rýma til heima hjá okkur.

Allar tegundir af garni eru velkomnar á markaðinn og getur fólk skipt sín á milli eða einfaldlega gefið og þegið. Einnig er hægt að koma með prjóna, heklunálar eða annað sem tilheyrir hannyrðunum.

Ekki þarf að hafa neitt með annað en það sem á markaðinn á að fara, borð verða á staðnum og kaffi á könnunni.

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmunsdottir@reykjavik.is | 4116250

 

Materials