Information about the event
Glæpafár á Íslandi | Bókmenntaganga - Bræður, systur og glæpir
Katrín Jakobsdóttir er nú þekktust fyrir önnur störf sín en upphaflega var hún sérfræðingur í sögu og þróun glæpasögunnar, m.a. elstu glæpasögunum sem áttu sér stað á Hótel Borg og Klapparstígnum en einnig sögum Arnaldar Indriðasonar sem komu Norðurmýrinni og Grafarholti rækilega inn í íslenska bókmenntasögu.
Ármann Jakobsson er bróðir hennar og hefur sent frá sér einar sex sögur um glæp, m.a. eina sem er staðsett nálægt Háskólanum og aðra sem gerist einkum á Freydísargötu sem nú er einmitt að verða til á höfuðborgarsvæðinu.
Hversu mikilvægt er borgarlandslagið fyrir sakamálasöguna og hvernig mótast sögur af staðarvalinu?
Gangan hefst við Borgarbókasafnið Grófinni, við Tryggvagötu 15.
Öll hjartanlega velkomin.
Bókmenntagangan er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags.
Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115