Hannyrðastund í Spönginni

Information about the event

Time
13:30 - 14:30
Price
Free
Target
Adults
Language
Íslenska og enska
Cafés
Talks & discussions

Hannyrðastund í Spönginni

Thursday September 12th 2024

Ertu með eitthvað á prjónunum? Ertu að hekla fallegt sjal eða sauma út púða?

Á fimmtudögum kl. 13:30-14:30 er hannyrðastund í Spönginni. Öll velkomin, byrjendur og lengra komin, í notalega stund í blágrænu sófunum á annarri hæð.

Við spjöllum um daginn og veginn, fáum okkur kaffi og sinnum handavinnunni í góðum félagsskap. 

Við eigum líka mikið úrval af alls kyns bókum og tímaritum um handavinnu sem hægt er að sækja innblástur í og grípa með sér heim.

Viðburðurinn á Facebook.
Sjá nánari upplýsingar um hannyrðastundir á söfnunum okkar og tillögur að lesefni. 

 

Nánari upplýsingar: 
spongin@borgarbokasafn.is | 411 6230