Information about the event
Smásmiðja | Búum til takt í Logic Pro tónlistarforritinu
Opnir aðstoðartímar í tónlistar- og myndvinnsluverinu í Grófinni.
Í tímunum sem kallast Smásmiðjur verður farið yfir ákveðin tækniatriði hverju sinni, sem tengist mynd-, tónlistar- eða hljóðvinnslu.
Smásmiðjurnar eru á boði annan hvern mánudag frá kl. 16:30 - 17:30. Eftir tímann verður starfsfólk til staðar til að aðstoða með hvað sem er til kl. 18:00.
Dagskrá:
16. september | „Núritun“ - Forritum tónlist í Strudel
30. september | Klippum saman vídeó í Final Cut Pro
14. október | Hönnum hrollvekjandi hljóð fyrir vídeó í Final Cut Pro
28. október | Hönnum spennandi hluti fyrir þrívíddarprentara í teikniforritinu Tinkercad
11. nóvember | Búum til takt í Logic Pro tónlistarforritinu
25. nóvember | Lærum að nota grænskjá í Final Cut Pro forritinu
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur Tónlistardeildar
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100