Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur
Gróðurhús, vin í íslensku veðri

Information about the event

Time
16:30 - 17:30
Price
Free
Language
Íslenska
Learning
Cafés

Fróðleikskaffi | Gróðurhús í garðinum þínum

Monday March 24th 2025

Gróðurhús í roki og sudda íslenska veðursins er eins og vin í eyðimörkinni og óhætt að segja að margan garðeigandann dreymi um að eiga þetta notalega athvarf.

Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur leiðir okkur í allan sannleika um það helsta sem garðeigandi þarf að hafa í huga við staðsetningu og val á gróðurhúsi í garðinum. Einnig verður fjallað um ræktun, bæði í upphituðum og óupphituðum gróðurhúsum, sem hvort tveggja gefur kost á fjölbreyttri ræktun. Má þar nefna blómaræktun, uppeldi og ræktun ýmis konar matjurta, ávaxtatrjáa og berja.

Ingólfur Guðnason er garðyrkjufræðingur að mennt og kennir við Garðyrkjuskólann Reykjum sem heyrir undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann hefur langa reynslu af garðyrkjustörfum og kennslu á því sviði.

Þetta Fróðleikskaffi er eitthvað sem garðáhugafólkætti ekki að láta framhjá sér fara enda Ingólfur manna fróðastur og um þessi mál.

Fróðleikskaffið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

 

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veita:

Katrín Guðmundsdóttir, Borgarbókasafni
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is  
s. 411 6250 / 892 0326

Ingólfur Guðnason, garðyrkjufræðingur
ingolfurg@fsu.is
s. 892 7775
 

 

Materials