An illustration showing a simplified cross stitching hoop, with a QR code being stitched into it.

Information about the event

Time
15:30 - 17:30
Price
Free
Language
íslenska, english
Arts & Crafts

Tilbúningur | QRosssaumur

Thursday March 13th 2025

Krosssaumum QR kóða!

Blandaðu saman nútímatækni og hefðbundnum hannyrðum með því að sauma út QR kóða! Hvort sem þú vilt deila hlekk á vefsíðu, bjóða gestum að skrá sig inn á netið heima hjá þér með einum smelli, eða bara hvað sem er — QR kóðinn getur það. Og hann hefur aldrei verið heimilislegri!

Viðburðurinn er fyrir fólk á öllum aldri en yngri börn þurfa að hafa með sér fullorðinn til aðstoðar. Við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka saumasettið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg. 

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafni Spönginni fyrsta miðvikudags hvers mánaðar. 

 

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6230 ✆