Macramé lauf
Macramé lauf

Information about the event

Time
11:00 - 13:30
Price
Free
Target
Young people
Ages
8 ára og eldri
Language
Íslenska
Children
Arts & Crafts
Young people

Smiðja | Macramé lauf

Saturday January 18th 2025

Í smiðjunni lærum við að gera lauf með macramé hnýtingaraðferðinni.
Smiðjan er ætluð unglingum og þeim sem eru eldri en 8 ára.
Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg.

Við prófum okkur áfram með efnið, öll fá kennslu í hnýtingum og leiðbeiningar með hvernig þau vilji að verkið líti út að lokum.
Einstök leið til að vinna með höndunum og láta sköpunarflæðið njóta sín.

Smiðjan hentar öllum sem hafa áhuga á að skapa og vinna með höndunum.
Engrar handavinnukunnáttu krafist.

Kennarinn er Hera Sigurðardóttir frá Flóð og fjöru á Rauðarárstíg.
Hera er menntuð í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum en frá 2002-2015 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem frístundaráðgjafi og verkefnastjóri á leikjanámskeiðum, í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Auk þess að hafa verið stundakennari í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkraftinum og leikgleðinni.

Í macramé eru mistök velkomin, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við, en jafnframt er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram.
Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst með nafni, aldri og netfangi eða símanúmeri á sigrun.antonsdottir@reykjavik.is

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, sérfræðingur
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is | 411 6242