
Information about the event
Skipti- og gjafabókamarkaður Bókasafn Móðurmáls
Alþjóðadagur móðurmálsins er haldinn hátíðlegur í febrúar um allan heim – líka í Reykjavík
Bókasafn Móðurmáls býður í samstarfi við Móðurmál - samtök um tvítyngi og Borgarbókasafnið öllum áhugasömum á skipti og gjafabókamarkað í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins sem er 21. febrúar ár hvert.
Við erum að gefa fullt af góðum barnabókum á fjölmörgum tungumálum. Þetta eru allt aukaeintök eða bækur sem við erum ekki að taka inn í bókasafnið, sem við viljum gefa nýtt heimili. Allir eru hvattir til að koma með barna– og unglingabækur á öllum tungumálum sem geta öðlast framhaldslíf og veitt öðrum gleði á nýjum heimilum.
Bókasafn Móðurmáls er sjálfboðarekið bókasafn með erlendum tungumálum fyrir börn og ungmenni. Við eigum um 8500 bækur á 100 tungumálum og er hægt að sjá safnkostinn okkar á modurmal.leitir.is (samskrá íslenskra bókasafna). Safnið er staðsett á Suðurlandsbraut 6 og er opið á föstudögum frá 15-17, og jafnframt 1-2 laugardaga í mánuði frá 10-14 (nánar á facebooksíðu safnsins). Frekari upplýsingar er að finna undir https://www.modurmal.com/library/ og á facebooksíðu safnsins.
Við vonumst til að sjá sem flesta og heyra fjölbreytt tungumál í öllum krókum og kimum!
Nánari upplýsingar veitir:
Rósa Björg Jónsdóttir, bokasafn@modurmal.is
Tengiliður við Borgarbókasafnið:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 4116146